Enski boltinn

Walcott: Vonandi fæ ég tækifæri sem framherji

Stefán Árni Pálsson skrifar
Walcott er staddur í Kína þessa stundina með Arsenal.
Walcott er staddur í Kína þessa stundina með Arsenal. Mynd. / AFP
Enski landsliðsmaðurinn, Theo Walcott, vill fá að spreyta sig í framlínunni hjá félagsliði sínu Arsenal, en hann hefur verið notaður sem kantmaður síðustu ár hjá félaginu.

„Ég vonast eftir tækifæri fremst á vellinum," sagði Walcott við enska fjölmiðla, en Arsenal er nú í æfingaferð í Kína.

„Ég var fenginn til liðsins sem framherji og þar vill ég vera. Núna hef ég verið á kantinum undanfarinn ár og fólk gleymir oft að ég er framherji".

„Ég sé sjálfan mig fremst á vellinum, en ef ég fæ það tækifæri mun það taka nokkra leiki til að venjast, ég hef ekki spilað frammi í nokkur ár".

„Ég hef staðið mig vel á vængnum fyrir Arsenal og ég mun spila hvar sem er fyrir þennan klúbb, vonandi fá stuðningsmenn liðsins að sjá mig meira í framlínunni".




Fleiri fréttir

Sjá meira


×