Enski boltinn

Rio vill fá meiri virðingu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rio Ferdinand, varnarmaður Man. Utd, er óánægður með að félag hans fái ekki þá virðingu sem það eigi skilið. Hann segir fáranlegt að menn telji liðið ekki sigurstranglegast á næstu leiktíð.

United hefur orðið enskur meistari fjórum sinnum á síðustu fimm árum og sló nú síðast met yfir flesta Englandsmeistaratitla er sá nítjándi kom í hís.

"Þessi umræða er fáranleg og fær mig til þess að hlæja. Við erum búnir að vinna fjóra af síðustu fimm," sagði Rio reiður.

"Þessi umræða truflar mig samt ekkert. Engu að síður er hún fáranleg."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×