Enski boltinn

Vinnubrögðum Arsenal gagnvart Fabregas líkt við barnarán

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fabregas hefur unnið allt með landsliði sínu en lítið með Arsenal.
Fabregas hefur unnið allt með landsliði sínu en lítið með Arsenal. Nordic Photos
Sagan endalausa af Cesc Fabregas miðjumanni Arsenal heldur áfram. Nú hefur bæjarstjórinn í Arenys de Mar í Katelóníu blandað sér í málið og segir það minna á barnarán.

Fabregas yfirgaf herbúðir Barcelona aðeins 16 ára gamall árið 2003 og hefur margoft líst yfir áhuga að snúa heim til Barcelona einn daginn. Hann hefur þó ekki enn farið fram á sölu frá Arsenal.

„Við viljum að hann komi núna, hann er að upplifa barnarán,“ sagði Estanislau Fors i Garcia bæjarstjórinn í Arenys de Mar í Katelóníu. Fabregas er uppalinn í bænum.

„Ef Englendingar vilja vera þekktir sem heiðursmenn verða þeir að hegða sér almennilega,“ bætti hann við og lísti vanþóknun á fíflalátunum í Arsene Wenger knattspyrnustjóra Arsenal.

Arsenal er um þessar mundir í æfingaferð í Asíu en Fabregas er þó fjarri góðu gamni. Hann er í umsjá læknateymis Arsenal í Lundúnum og allt kapp lagt á að hann verði klár fyrir tímabilið sem hefst eftir tæpan mánuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×