Enski boltinn

Blackburn gefur argentínskum framherjum annað tækifæri

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Pavone misnotaði vítaspyrnu í síðari umspilsleiknum um sæti í efstu deild í Argentínu.
Pavone misnotaði vítaspyrnu í síðari umspilsleiknum um sæti í efstu deild í Argentínu. Nordic Photos/AFP
Argentínski framherjinn Mariano Pavone er á leiðinni til enska úrvalsdeildarliðsin Blackburn Rovers. Pavone, sem hefur spilað einn landsleik fyrir Argentínu, kemur til liðsins á frjálsri sölu.

Hinn 29 ára hárprúði framherji var á mála hjá Real Betis en keypti upp samning sinn hjá spænska félaginu. Hann var á láni hjá River Plate í heimalandinu á síðasta tímabili en argentínska stórveldið féll úr efstu deild eins og frægt er orðið.

Pavone hefur staðist læknisskoðun og framundan er undirskrift þar sem hann verður kynntur fyrir stuðningsmönnum Blackburn og fjölmiðlum.

Blackburn hefur enga sérstaka reynslu af argentínskum framherjum. Franco Di Santo var í láni hjá félaginu tímabilið 2009-2010 frá Chelsea og tókst aðeins að skora eitt mark í 25 leikjum fyrir félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×