Enski boltinn

Ekkert tilboð frá Juventus í Tevez

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Það lítur allt út fyrir að Tevez sé á leið frá City á næstunni.
Það lítur allt út fyrir að Tevez sé á leið frá City á næstunni. Nordic Photos/AFP
Manchester City segja ekkert hæft í því að ítalska knattspyrnufélagið Juventus hafi gert boð í Carlos Tevez. Forseti brasilíska knattspyrnufélagsins Corinthians, Andres Sanchez, lét hafa eftir sér að Juventus hefði gert 45 milljóna punda tilboð í Tevez eða sem nemur 7,5 milljörðum króna.

Samkvæmt heimildum Sky Sports eru ummæli Sanchez úr lausu lofti gripin og formlegt tilboð hafi ekki borist frá Juventus í Argentínumanninn. Manchester City hafa þegar hafnað 35 milljóna punda tilboði í Tevez. Brasilíska liðið vill fá Tevez aftur í raðir félagsins. Tevez lék með liðinu til 2006 þegar hann var seldur til West Ham.

Framherjinn 27 ára hefur engan áhuga á að vera lengur í herbúðum City. Hann vill komast nær heimalandi sínu en dætur hans tvær búa þar. Corinthians hafa gefið út að þeir muni ekki hækka tilboð sitt í Tevez.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×