Stíflum á Þjórsársvæðinu ekki talin stafa ógn af hamfarahlaupum 14. júlí 2011 20:15 Hlaupið úr Vatnajökli var um þriðjungur þess sem stíflumannvirki Landsvirkjunar eru hönnuð til að standast án skemmda. Risastór hamfaraflóð eru talin ólíkleg á virkjanasvæðunum. Hér sjáum við yfir Hágöngulón og farveg Sveðju sem hlaupið fór um ofan af jöklinum. Mikinn óþef lagði frá hlaupvatninu, að sögn Sigurðar Páls Ásólfssonar, sem fór þarna um í gær og sendi okkur ljósmyndir frá yfirfalli Hágöngulóns og farvegi Köldukvíslar fyrir neðan en þar höfðu leiðigarðar sópast burt. Vatnsflaumurinn lagðist svo upp að syðri Hágöngu. Rennslismæling sýnir að hlaupið náði hámarki á fáum klukkustundum. Oddur Sigurðsson, jarðfræðingur á Veðurstofunni, segir að flóðbylgjan hafi verið mjög sérkennileg og þetta hafi verið mjög snöggt hlaup. Það olli hins vegar tiltölulega litlum skaða þótt það hafi verið stærra en það sem um síðustu helgi sópaði burtu brúnni yfir Múlakvísl. Þrjú miðlunarlón, þar á meðal Þórisvatn, nánast gleyptu hlaupið. Ólöf Rós Káradóttir straumfræðingur segir að þau hafi dempað flóðið. Meira rennsli hefði orðið neðar ef lónin hefðu ekki verið til staðar. Þar fyrir neðan er röð virkjana; Vatnsfell, Sigalda, Hrauneyjafoss, Sultartangi og Búrfell. Þetta er í fyrsta sinn sem virkjanir Íslendinga mæta slíkri ógn. Við fengum þrjá sérfræðinga á verkfræðistofunni Verkís til að segja okkur hvort þær geti verið í hættu. Pálmi R. Pálmason stífluhönnuður segir að hlaupið nú sé býsna langt frá þeim hönnunarforsendum sem settar voru þegar mannvirki Hágöngumiðlunar voru hönnuð. Ólöf Rós segir að stærð flóðsins hafi verið um það bil þriðungur þess sem stíflur standast með fullu öryggi. Þótt flóðin verði stærri þoli stíflurnar þau með takmörkuðum og stjórnuðum skemmdum. En hvað ef það kæmi stórgos undir jökli? Gæti hamfarahlaup eyðilagt allar virkjanirnar í einu? Kristín Martha Hákonardóttir straumfræðingur segir það mjög ólíklegt þar sem ekki sé nægur ís til að bræða, sem gæti runnið í þessar ár. Til þess að risastórt hamfarahlaup geti orðið, eins og geti gerst í Jökulsá á Fjöllum úr Bárðabungu, þurfi askja að vera í jöklinum sem í geti safnast vatn. Slíkar aðstæður séu hins vegar ekki á vatnasviði Þjórsár og Tungnaár. Þar sé Vatnajökull tiltölulega þunnur og verði eldgos þar undir muni atburðarásin verða líkari því sem gerðist í Eyjafjallajökli. Þegar Pálmi er spurður hvort hætta sé á því að heilu stíflurnar gæti brostið og þannig valdið enn hrikalegri flóðbylgju svarar hann að stíflurnar séu hannaðar til að slíkt gerist ekki. "Ég held að mér sé óhætt að segja að það gerist ekki." Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
Hlaupið úr Vatnajökli var um þriðjungur þess sem stíflumannvirki Landsvirkjunar eru hönnuð til að standast án skemmda. Risastór hamfaraflóð eru talin ólíkleg á virkjanasvæðunum. Hér sjáum við yfir Hágöngulón og farveg Sveðju sem hlaupið fór um ofan af jöklinum. Mikinn óþef lagði frá hlaupvatninu, að sögn Sigurðar Páls Ásólfssonar, sem fór þarna um í gær og sendi okkur ljósmyndir frá yfirfalli Hágöngulóns og farvegi Köldukvíslar fyrir neðan en þar höfðu leiðigarðar sópast burt. Vatnsflaumurinn lagðist svo upp að syðri Hágöngu. Rennslismæling sýnir að hlaupið náði hámarki á fáum klukkustundum. Oddur Sigurðsson, jarðfræðingur á Veðurstofunni, segir að flóðbylgjan hafi verið mjög sérkennileg og þetta hafi verið mjög snöggt hlaup. Það olli hins vegar tiltölulega litlum skaða þótt það hafi verið stærra en það sem um síðustu helgi sópaði burtu brúnni yfir Múlakvísl. Þrjú miðlunarlón, þar á meðal Þórisvatn, nánast gleyptu hlaupið. Ólöf Rós Káradóttir straumfræðingur segir að þau hafi dempað flóðið. Meira rennsli hefði orðið neðar ef lónin hefðu ekki verið til staðar. Þar fyrir neðan er röð virkjana; Vatnsfell, Sigalda, Hrauneyjafoss, Sultartangi og Búrfell. Þetta er í fyrsta sinn sem virkjanir Íslendinga mæta slíkri ógn. Við fengum þrjá sérfræðinga á verkfræðistofunni Verkís til að segja okkur hvort þær geti verið í hættu. Pálmi R. Pálmason stífluhönnuður segir að hlaupið nú sé býsna langt frá þeim hönnunarforsendum sem settar voru þegar mannvirki Hágöngumiðlunar voru hönnuð. Ólöf Rós segir að stærð flóðsins hafi verið um það bil þriðungur þess sem stíflur standast með fullu öryggi. Þótt flóðin verði stærri þoli stíflurnar þau með takmörkuðum og stjórnuðum skemmdum. En hvað ef það kæmi stórgos undir jökli? Gæti hamfarahlaup eyðilagt allar virkjanirnar í einu? Kristín Martha Hákonardóttir straumfræðingur segir það mjög ólíklegt þar sem ekki sé nægur ís til að bræða, sem gæti runnið í þessar ár. Til þess að risastórt hamfarahlaup geti orðið, eins og geti gerst í Jökulsá á Fjöllum úr Bárðabungu, þurfi askja að vera í jöklinum sem í geti safnast vatn. Slíkar aðstæður séu hins vegar ekki á vatnasviði Þjórsár og Tungnaár. Þar sé Vatnajökull tiltölulega þunnur og verði eldgos þar undir muni atburðarásin verða líkari því sem gerðist í Eyjafjallajökli. Þegar Pálmi er spurður hvort hætta sé á því að heilu stíflurnar gæti brostið og þannig valdið enn hrikalegri flóðbylgju svarar hann að stíflurnar séu hannaðar til að slíkt gerist ekki. "Ég held að mér sé óhætt að segja að það gerist ekki."
Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira