Enski boltinn

Fyrsta reglubókin fyrir knattspyrnu seld á 164 milljónir

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Fyrsta bókin þar sem skráðar voru reglur fyrir knattspyrnu var seld á uppboði hjá Sothebys í gær fyrir litlar 164 milljónir króna.

Bókin er handskrifuð og frá árinu 1857. Bókin kemur úr safni Sheffield FC sem er elsta knattspyrnufélag heims.

Félagið ákvað að selja bókina til þess að afla fjár fyrir félagið sem er illa statt.

Það eru 1.857 reglur í bókinni og margar þeirra eru enn notaðar. Má þar nefna hornspyrnur og óbeinar aukaspyrnur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×