Enski boltinn

Macheda ætlar ekki að yfirgefa Man. Utd

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Macheda í leiknum í nótt.
Macheda í leiknum í nótt.
Ítalinn ungi Federico Macheda hjá Man. Utd segist ekki vera að leita eftir því að komast frá félaginu. Þessi 19 ára strákur lék seinni hluta síðasta tímabils með Sampdoria.

Honum gekk ekkert sérstaklega vel hjá Sampa þar sem hann skoraði ekki í 13 leikjum og félagið féll úr efstu deild.

Strákurinn skoraði samt tvö mörk í nótt gegn New England Revolution.

"Ég er mjög ánægður enda voru síðustu sex mánuðir erfiðir. Viðhorf gagnvart ungum leikmönnum er allt annað á Ítalíu en á Englandi. Ungu mennirnir fá sjaldnar tækifæri á Ítalíu. Ég lærði samt mikið af vistinni hjá Sampdoria og kem sterkari til baka. Ég vonast til þess að vera áfram hjá United," sagði Macheda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×