Enski boltinn

Valencia farinn til Manchester í meðferð

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Valencia í leiknum þar sem hann meiddist.
Valencia í leiknum þar sem hann meiddist.
Vængmaðurinn Antonio Valencia mun ekki taka neinn þátt í Bandaríkjaferð Man. Utd. Hann meiddist í Copa America með Ekvador.

"Það er best fyrir hann að fara á æfingasvæðið í Carrington. Þar fær hann góða meðferð," sagði Sir Alex Ferguson en Valencia meiddist á ökkla.

Meiðslin hlaut hann í fyrsta leik Ekvadora og hann lék því aðeins 45 mínútur í mótinu.

Meiðslin eru ekki talin vera alvarleg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×