Enski boltinn

Patrick Vieira leggur skóna á hilluna

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Patrick Vieira og David Silva fagna í leik með Man City.
Patrick Vieira og David Silva fagna í leik með Man City. Nordic Photos/AFP
Franski miðjumaðurinn Patrick Vieira hefur lagt skóna á hilluna 35 ára gamall. Vieira sem var á mála hjá Manchester City verður áfram á launaskrá félagsins og starfa að þróun knattspyrnumála hjá félaginu.

Vieira var fyrsti leikmaðurinn sem Roberto Mancini fékk til liðs við City í janúar 2010. Hann á að baki magnaðan feril með félagsliðum og landsliði sínu.

Hann hóf ferilinn hjá Cannes í Frakklandi og var seldur þaðan til AC Milan á Ítalíu. Eftir að hafa fengið fá tækifæri hjá ítalska liðinu keypti Arsene Wenger hann til Arsenal. Vieira lét heldur betur til sín taka í enska boltanum.

Hann var lykilmaður í sigursælu Arsenal-liði sem varð þrívegis Englandsmeistari. Auk þess var hann lykilmaður í landsliði Frakklands sem varð heimsmeistari árið 1998 og Evrópumeistari árið 2000.

Vieira flutti sig til Juventus árið 2005 en færði sig til Inter eftir eitt tímabil í Tórínó-borg. Þar lék hann þar til hann gekk til liðs við City fyrir einu og hálfu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×