Erlent

William og Isabella vinsælust í Danmörku

Ísabella Henríetta Ingiríður Margrét var nafnið sem dóttir Friðriks krónprins af Danmörku og Maríu Elísabetar krónprinsessu var gefið er hún var skírð í júlí 2007. Mynd/AP
Ísabella Henríetta Ingiríður Margrét var nafnið sem dóttir Friðriks krónprins af Danmörku og Maríu Elísabetar krónprinsessu var gefið er hún var skírð í júlí 2007. Mynd/AP Mynd/AP
Nöfn tengd konungsfjölskyldunni eru vinsælustu nöfnin í Danmörku. Á síðasta ári var William vinsælasta nafngift nýfæddra sveinbarna en Isabella hjá meybörnum. Þetta kemur fram í nýjum gögnum sem danska hagstofan hefur birt og fjallað er um á vef Berlingske Tidende.

Börn prinsanna Friðriks og Jóakims beri bæði þessi nöfn. Sérfræðingur við Kaupmannahafnarháskóla segir nöfnin alþjóðleg og að skipti foreldra alltaf meira máli þegar kemur að nafngiftum barna þeirra. Einnig að nöfn hafi jákvæða merkingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×