Enski boltinn

Downing á leiðinni til Liverpool

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Stewart Downing.
Stewart Downing.
Tilkynnt var í kvöld að Liverpool hefði náð samkomulagi við Aston Villa um kaupverð á Stewart Downing. Liverpool á eftir að ná samkomulagi um kaup og kjör við leikmanninn og senda hann í læknisskoðun áður en hann verður formlega orðinn leikmaður liðsins.

Villa hafði áður hafnað 15 milljón punda tilboði í Downing. Downing hefur því líklega farið á um 20 milljónir punda.

Downing er þriðja stóra nafnið sem Liverpool kaupir í sumar en áður hafði félagið keypt Charlie Adam og Jordan Henderson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×