Enski boltinn

Wenger ekki ánægður með Xavi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Xavi.
Xavi.
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er ekki par sáttur við spænska miðjumanninn Xavi hjá Barcelona. Wenger sakar Xavi um að sýna mikla vanvirðingu þar sem Xavi lýsti því yfir að Cesc Fabregas væri þjáður þar sem hann þyrfti að vera áfram hjá Arsenal.

"Ég trúi á gagnkvæma virðingu milli félaga. Það ætti að vera hægt að koma í veg fyrir svona ummæli," sagði Wenger.

"Ef þessi ummæli eru rétt þá er þessi hegðun vanvirðing af hálfu Xavi. Það er líka ekki í fyrsta skipti sem hann sýnir Arsenal vanvirðingu."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×