Enski boltinn

West Ham til í að lána Parker

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Scott Parker.
Scott Parker.
Forráðamenn West Ham eru opnir fyrir því að lána miðjumanninn Scott Parker frá félaginu út næsta tímabil. Félagið fengi þá leikmanninn til baka ef þeim tekst að rífa sig upp úr 1. deildinni.

Fyrrum lið Parker, Chelsea, er sagt vera mjög áhugasamt um að fá Parker og þá sérstaklega í ljósi þess að miðjumaðurinn Michael Essien spilar ekki næsta hálfa árið.

"Það er ekkert félag búið að hafa formlega samband. Við heyrum samt hitt og þetta. Ég er ekki búinn að ræða við Scott persónulega. Umboðsmaður hans vill samt að hann spili í efstu deild svo hann eigi meiri möguleika á að komast í landsliðið," sagði David Sullivan, annar eiganda West Ham.

"Ef við fáum ekki rétt verð fyrir hann þá er ljóst að leikmaðurinn verður að spila í næstefstu deild. Við erum samt opnir fyrir samningaviðræðum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×