Enski boltinn

Wenger hrósar Nasri

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þrátt fyrir stöðugan orðróm um að Samir Nasri sé á förum frá Arsenal segir Arsene Wenger, stjóri Arsenal, að það sé ekki neitt vandamál í herbúðum félagsins.

Wenger segir að viðhorf franska leikmannsins sé gott þrátt fyrir allt saman.

"Hann hefur alltaf haft gott viðhorf og verið til fyrirmyndar. Við látum allar þessar sögur og orðróma ekki hafa áhrif á okkur," sagði Wenger.

Arsenal þarf þó líkast til að selja leikmanninn sem á aðeins ár eftir af samningi sínum við félagið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×