Erlent

Rodney King handtekinn fyrir ölvunarakstur

Óli Tynes skrifar
Eignatjón var metið 118 milljarðar króna í kynþáttaóeirðunum í Los Angeles.
Eignatjón var metið 118 milljarðar króna í kynþáttaóeirðunum í Los Angeles.
Rodney King hefur verið handtekinn í Kaliforníu, grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Hann var látinn laus gegn tæplega 300 þúsund króna tryggingu. Árið 1991 birtist myndband af því þegar nokkrir hvítir lögreglumenn börðu hann til óbóta eftir að hafa elt hann uppi vegna gruns um ölvunarakstur.

Þegar þeir voru sýknaðir brutust út gríðarlegar kynþáttaóeirðir í Los Angeles sem kostuðu fimmtíu og þrjár manneskjur lífið. Eignatjón var metið á 117 milljarða króna. King hefur löngum átt í erfiðleikum með Bakkus og rætt það mál opinberlega í fjölmiðlum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×