Viðskipti erlent

Gull slær aftur verðmet sitt

Heimsmarkaðsverð á gulli sló fyrra met sitt í gærkvöldi þegar það náði rúmum 1.562 dollurum á únsuna í framvirkum samningum til ágústmánaðar. Þetta er hækkun um 0,9% yfir daginn að því er segir í frétt á CNNMoney.

Fram kemur í fréttinni að í rafrænum utanmarkaðsviðskiptum hafi verðið á gulli náð rúmlega 1.574 dollurum fyrir únsuna.

Aðrar hrávörur sem mældar eru í dollurum eins og olía og silfur hækkuðu einnig í gærkvöldi eða um 2% hvor um sig.

Gull er hefðbundin flóttaeið fjárfesta á óvissum tímum og því ekki óeðlilegt að það hafi hækkað í storminum sem geisað hefur á fjármálamörkuðum síðustu tvo daga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×