Enski boltinn

Liverpool hreinsar til - Konchesky til Leicester

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Konchesky í einum af fáum leikjum sínum með Liverpool.
Konchesky í einum af fáum leikjum sínum með Liverpool. Nordic Photos/AFP
Vinstri bakvörðurinn Paul Konchesky hefur skrifað undir þriggja ára samning við Leicester City sem leikur í Championship-deildinni á Englandi. Konchesky kemur frá Liverpool en hann átti erfitt uppdráttar hjá félaginu.

Hjá Leicester hittir Konchesky fyrir knattspyrnustjórann Sven Göran Eriksson sem valdi hann tvívegis í enska landsliðið á sínum tíma.

„Paul hefur spilað reglulega í úrvalsdeildinni undanfarin ár þannig að þetta eru mjög stór kaup fyrir okkur. Ég þekki hann mjög vel, bæði persónu hans og leikstíl, og hann er kærkomin viðbót við hópinn." bætti Eriksson við.

Konchesky var einn þeirra leikmanna sem Roy Hodgson keypti til Liverpool en Konchesky hafði spilað undir hans stjórn hjá Fulham. Eftir að Kenny Dalglish tók við sem knattspyrnustjóri Liverpool var ljóst að Konchesky ætti enga framtíð hjá félaginu. Hann varði síðari hluta tímabilsins á láni hjá Nottingham Forest.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×