Enski boltinn

Boaz Myhill fékk á sig mark af 90 metra færi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Það er ekki skrýtið að Roy Hodgson þjálfari WBA sé á höttunum eftir Rob Green markverði West Ham. Boaz Myhill markvörður WBA fékk á sig mark af 90 metra færi í æfingaleik gegn San Jose Earthquakes í gær. Það var kollegi hans á hinum, David Bingham, endanum sem skoraði.

Bingham var að spila sinn fyrsta leik fyrir San Jose Earthquakes og þvílík byrjun. Eftir aðeins þriggja mínútna leik var hann búinn að skora. Eftir langt útspark hans skoppaði boltinn einu sinni áður en hann sigldi yfir Myhill í marki West Brom.

WBA seldi markvörð sinn Scott Carson til Bursaspor á dögunum og Roy Hodgson í leit að nýjum markverði. Hann hefur einnig verið orðaður við Ben Foster hjá Birmingham. Ekki er víst að Foster hefði gert betur en Myhill í gær enda fékk hann svipað mark á sig í leik gegn Tottenham fyrir fjórum árum. Sjá hér.

San Jose hafði sigur í leiknum 2-1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×