Erlent

Gaddafi blankur og bensínlaus

Óli Tynes skrifar
Moammar Gaddafi.
Moammar Gaddafi.
Bandaríska leyniþjónustan segir að heldur syrti í álinn hjá Moammar Gaddafi og að bæði eldsneyti og peningar séu á þrotum hjá honum. Uppreisnarmenn hafa undanfarið náð æ fleiri borgum og bæjum á sitt vald.  Þeir  eru nú í aðstöðu til þess að loka olíuleiðslu til bæjarins Sawiyah  þar sem er ein mikilvægasta olíuhreinsistöð stjórnarhersins.

 

Gaddafi hefur einnig takmarkaðan aðgang að reiðufé og hefur borgað herjum sínum, málaliðum og embættismönnum með skuldaviðurkenningum. Þær eru nú lítils virði eftir að Arabiski bankinn í Tyrklandi frysti allar innistæður Líbíu í síðustu viku. Alain Juppe utanríkisráðherra Frakklands sagði í gær að Frakkar væru í sammbandi við fulltrúa Gaddafis sem segðu hann reiðubúinn að semja um valdaafsal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×