Enski boltinn

Redknapp: Tilboð Chelsea er lélegt

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Luka Modric.
Luka Modric.
Harry Redknapp, stjóri Spurs, er klettharður á því að miðjumaðurinn Luka Modric verði ekki seldur frá félaginu. Sama hvað Chelsea býður háa upphæð í leikmanninn.

Enskir fjölmiðlar segja að Chelsea sé búið að hækka tilboðið í leikmanninn í 27 milljónir punda.

"Svarið hjá mér er það sama og áður - nei. Leikmaðurinn er ekki til sölu," sagði Redknapp.

"Þess utan finnst mér 27 milljónir vera lélegt tilboð í slíkan gæðaleikmann. Hann myndi kosta miklu meira ef hann væri til sölu. Hann er samt ekki til sölu. Það þarf ekkert að ræða málið frekar að mínu mati."

Modric mun því væntanlega fara með liði Tottenham í æfingabúðir í Suður-Afríku á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×