Enski boltinn

Sky segir Eið Smára vera á leið til West Ham

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Eiður í leik með Fulham gegn Man. Utd.
Eiður í leik með Fulham gegn Man. Utd.
Samkvæmt heimildum Sky Sports er Eiður Smári Guðjohnsen á leið til enska 1. deildarliðsins West Ham.

Samkvæmt fréttamanni Sky þá fer Eiður í læknisskoðun hjá félaginu á fimmtudag.

Eiður Smári virtist vera á leið til West Ham á sínum tíma en ákvað þá frekar að fara til Tottenham.

Stuðningsmenn West Ham voru lítt hrifnir af þeirri ákvörðun Eiðs og fannst mörgum þeirra sem Eiður hefði stungið félagið í bakið líkt og mátti lesa á spjallborði félagsins.

Það er því spurning hvernig þeir taka í það að hann sé líklega loksins á leiðinni til félagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×