Enski boltinn

O'Shea verður fyrirliði Sunderland

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fyrirliðabandið fer Íranum nokkuð vel.
Fyrirliðabandið fer Íranum nokkuð vel. Nordic Photos/AFP
Írinn John O'Shea verður næsti fyrirliði enska úrvalsdeildarliðsins Sunderland. Slúðurmiðillinn Dailymail greinir frá þessu á vefsíðu sinni í dag og segir Lee Cattermole allt annað en sáttan.

John O'Shea og Wes Brown skrifuðu undir samninga við Sunderland í síðustu viku en þeir koma báðir frá Manchester United. Að sögn Dailymail íhugaði Steve Bruce einnig að gera Brown að fyrirliða en meiðslasaga hans varð til þess að O'Shea varð fyrir valinu.

Lee Cattermole leikmaður Sunderland er sagður allt annað en sáttur við ákvörðun Bruce. Cattermole var gerður að fyrirliða fyrir síðustu leiktíð. Hann fékk hins vegar tíu gul spjöld auk tveggja rauðra á tímabilinu sem sæmir ekki fyrirliða.

Cattermole er ekki sá eini sem er ósáttur við að missa fyrirliðabandið í ensku deildinni ef marka má fréttir blaðsins. Joey Barton miðjumaður Newcastle er sagður hundfúll með þá ákvörðun Alan Pardew að gera Fabricio Coloccini að fyrirliða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×