Viðskipti erlent

Alcoa á blússandi siglingu

Bandaríski álrisinn Alcoa, móðurfélag Fjarðaráls, er á blússandi siglingu. Uppgjör félagsins fyrir annan ársfjórðung er umfram væntingar sérfræðinga. Salan jókst um 27% og hagnaðurinn nær þrefaldaðist miðað við sama tímabil í fyrra.

Hagnaður Alcoa á fjórðungnum nam 364 milljónum dollara eða um 43 milljörðum kr. Þetta samsvarar 32 sentum á hlut en á sama tímabili í fyrra var hagnaðurinn 13 sent á hlut.

Klaus Kleinfeld forstjóri Alcoa segir í tilkynningu um uppgjörið að þrátt fyrir að efnahagsbati heimsins sé ójafn er útlitið gott fyrir Alcoa, og raunar áliðnaðinn. Kleinfeld býst við að eftirspurn eftir áli muni aukast um 12% í ár og tvöfaldast fram til ársins 2020.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×