Enski boltinn

Essien frá í hálft ár

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Essien í leik með Chelsea.
Essien í leik með Chelsea.
Chelsea varð fyrir miklu áfalli í dag þegar ljóst var að miðjumaðurinn Michael Essien yrði frá næstu sex mánuðina vegna meiðsla á hné.

Essien fór í aðgerð á hægra hné og meiðslin eru það slæm að hann getur líklega ekki spilað fótbolta fyrr en eftir áramót.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Essien meiðist á hné. Hann kom til baka eftir hnémeiðsli í fyrra en var ekki eins öflugur og áður. Spurning hvort hann aftur fyrri styrk eftir þetta áfall.

Í ljósi þessara tíðinda má telja líklegt að Chelsea setji aukinn kraft í að fá Luka Modric frá Spurs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×