Enski boltinn

Gervinho til Arsenal

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Gervinho er einkar hárprúður
Gervinho er einkar hárprúður Nordic Photos/AFP
Arsenal hefur gengið frá kaupum á framherjanum Gervinho frá Lille. Fílbeinstrendingurinn 24 ára hefur verið orðaður við enska félagið undanfarnar vikur en nú hefur Arsene Wenger staðfest að hann sé á leið til félagsins.

Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal staðfesti kaupin á blaðamannafundi í dag.

„Gervinho skrifaði undir á fimmtudaginn og er nýkominn úr fríi. Hann æfir með okkur á London Colney í dag,“ sagði Wenger.

Gervinho skoraði 15 mörk á síðasta tímabili í frönsku deildinni og var lykilmaður í liði tvöfaldra meistara Lille. Hann hefur spilað 27 landsleiki fyrir þjóð sína og skorað í þeim sex mörk.

Gervinho hittir fyrir góðkunningja sinn og landa Emmanuel Eboué hjá Arsenal. Leikmennirnir voru samferða í gegnum yngri flokka starf í heimalandi sínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×