Umfjöllun: Valsmenn náðu ekki að endurheimta toppsætið Stefán Árni Pálsson á Vodafonevellinum skrifar 11. júlí 2011 14:09 Mynd/HAG Valur og Stjarnan gerðu 1-1 jafntefli í 10.umferð Pepsi-deildar karla í kvöld á Hlíðarenda. Valsmenn áttu möguleika á því að komast á toppinn í deildinni en Stjörnumenn komu í veg fyrir það og jafntefli niðurstaðan. Stjarnan var mun sterkari aðilinn í síðari hálfleiknum og Valsmenn voru heppnir að fá stig úr leiknum, en markvörður þeirra Haraldur Björnsson átti frábæran leik og bjargaði þeim oft á tíðum. Fyrir leikinn í kvöld hafði Valur unnið fimm leiki í röð og á þvílíkri siglingu, en Stjörnumenn unnu sannfærandi sigur, 4-1, gegn Fylki í síðustu umferð. Það mátti því búast við góðum leik í blíðskapar veðri á Hlíðarenda. Leikurinn hófst með miklum látum, en Pól Jóhannus Justinussen, leikmaður Vals, átti frábært skot í þverslánna strax á upphafsmínútum leiksins sem gaf heldur betur tóninn. Tíu mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks náðu Valsmenn að skora mark sem var réttilega dæmt af vegna rangstöðu, en Christian Mouritsen, leikmaður Vals, komst einn í gegnum vörn Stjörnunnar og kláraði færi vel. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiksins náðu heimamenn að komast yfir með marki frá Jóni Vilhelm Ákasyni sem prjónað sig í gegnum vörn Stjörnunnar og þrumaði boltanum óverjandi framhjá Ingvari Jónssyni, markverði Stjörnunnar. Staðan var því 1-0 í hálfleik sem varð að teljast sanngjarnt, en Jón Vilhelm hafði átt frábæran fyrri hálfleik og átti markið fyllilega skilið. Tryggvi Sveinn Bjarnason, leikmaður Stjörnunnar, kom inná í hálfleik og sú skipting hressti heldur betur upp á lið gestanna. Stjörnumenn komu virkilega ákveðnir til leiks og byrjuðu strax að pressa á vörn Valsmanna. Jöfnunarmarkið kom eftir rúmlega klukkustunda leik þegar Halldór Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar, vann boltann rétt fyrir innan miðju, tók á rás og lék á hvern Valsmanninn á fætur öðrum sem lauk með fínu skoti rétt fyrir utan vítateig í netið. Gestirnir réðu lögum og lofum út leiktímann og komust oftar en ekki í algjör dauðafæri, en alltaf var Haraldur Björnsson, markvörður Vals, vel á verði og sá við skotum þeirra bláklæddu. Þegar meira en þrjár mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma fékk Hörður Sveinsson, leikmaður Vals, ákjósanlegt færi en skot hans fór framhjá. Valsmenn voru nálægt því að ræna sigrinum í lokin eins og svo áður hefur gerst í sumar. Valur komst því ekki á toppinn í Pepsi-deildinni og eru í öðru sæti með 22 stig, einu stigi á eftir KR. Stjarnan er komið upp í fimmta sæti eftir leiki kvöldsins með 15 stig. Valur 1 – 1 Stjarnan1-0 Jón Vilhelm Ákason (43.) 1-1 Halldór Orri Björnsson (63.) Skot (á mark): 6 – 9 (3-3) Varin skot: Haraldur 3 – 1 Ingvar Horn: 2 – 14 Aukaspyrnur fengnar:7– 10 Rangstöður: 3-2 Dómari: Gunnar Jarl Jónsson 6 Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bjarni: Djöfullegt að vinna ekki þennan leik „Við höfðum öll tök á því að vinna þennan leik,“ sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn í kvöld. 11. júlí 2011 22:30 Haraldur: Það vantaði herslumuninn „Ég er enginn hetja, það eru 11 menn inná vellinum í einu og við stóðum okkur allir vel í kvöld, en það vantaði herslumuninn,“ sagði Haraldur Björnsson, leikmaður Vals, eftir leikinn í kvöld. 11. júlí 2011 22:25 Jónas: Mikilvægt að ná í þetta stig „Það var gott að ná í þetta stig þar sem Stjörnumenn voru bara mjög góðir,“ sagði Jónas Þór Næs, leikmaður Vals, eftir leikinn í kvöld. 11. júlí 2011 22:36 Halldór Orri: Er ekki sáttur með eitt stig „Maður getur ekki verið sáttur með eitt stig úr þessum leik,“ sagði Halldór Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir leikinn í kvöld. 11. júlí 2011 22:46 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Leik lokið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Sjá meira
Valur og Stjarnan gerðu 1-1 jafntefli í 10.umferð Pepsi-deildar karla í kvöld á Hlíðarenda. Valsmenn áttu möguleika á því að komast á toppinn í deildinni en Stjörnumenn komu í veg fyrir það og jafntefli niðurstaðan. Stjarnan var mun sterkari aðilinn í síðari hálfleiknum og Valsmenn voru heppnir að fá stig úr leiknum, en markvörður þeirra Haraldur Björnsson átti frábæran leik og bjargaði þeim oft á tíðum. Fyrir leikinn í kvöld hafði Valur unnið fimm leiki í röð og á þvílíkri siglingu, en Stjörnumenn unnu sannfærandi sigur, 4-1, gegn Fylki í síðustu umferð. Það mátti því búast við góðum leik í blíðskapar veðri á Hlíðarenda. Leikurinn hófst með miklum látum, en Pól Jóhannus Justinussen, leikmaður Vals, átti frábært skot í þverslánna strax á upphafsmínútum leiksins sem gaf heldur betur tóninn. Tíu mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks náðu Valsmenn að skora mark sem var réttilega dæmt af vegna rangstöðu, en Christian Mouritsen, leikmaður Vals, komst einn í gegnum vörn Stjörnunnar og kláraði færi vel. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiksins náðu heimamenn að komast yfir með marki frá Jóni Vilhelm Ákasyni sem prjónað sig í gegnum vörn Stjörnunnar og þrumaði boltanum óverjandi framhjá Ingvari Jónssyni, markverði Stjörnunnar. Staðan var því 1-0 í hálfleik sem varð að teljast sanngjarnt, en Jón Vilhelm hafði átt frábæran fyrri hálfleik og átti markið fyllilega skilið. Tryggvi Sveinn Bjarnason, leikmaður Stjörnunnar, kom inná í hálfleik og sú skipting hressti heldur betur upp á lið gestanna. Stjörnumenn komu virkilega ákveðnir til leiks og byrjuðu strax að pressa á vörn Valsmanna. Jöfnunarmarkið kom eftir rúmlega klukkustunda leik þegar Halldór Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar, vann boltann rétt fyrir innan miðju, tók á rás og lék á hvern Valsmanninn á fætur öðrum sem lauk með fínu skoti rétt fyrir utan vítateig í netið. Gestirnir réðu lögum og lofum út leiktímann og komust oftar en ekki í algjör dauðafæri, en alltaf var Haraldur Björnsson, markvörður Vals, vel á verði og sá við skotum þeirra bláklæddu. Þegar meira en þrjár mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma fékk Hörður Sveinsson, leikmaður Vals, ákjósanlegt færi en skot hans fór framhjá. Valsmenn voru nálægt því að ræna sigrinum í lokin eins og svo áður hefur gerst í sumar. Valur komst því ekki á toppinn í Pepsi-deildinni og eru í öðru sæti með 22 stig, einu stigi á eftir KR. Stjarnan er komið upp í fimmta sæti eftir leiki kvöldsins með 15 stig. Valur 1 – 1 Stjarnan1-0 Jón Vilhelm Ákason (43.) 1-1 Halldór Orri Björnsson (63.) Skot (á mark): 6 – 9 (3-3) Varin skot: Haraldur 3 – 1 Ingvar Horn: 2 – 14 Aukaspyrnur fengnar:7– 10 Rangstöður: 3-2 Dómari: Gunnar Jarl Jónsson 6
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bjarni: Djöfullegt að vinna ekki þennan leik „Við höfðum öll tök á því að vinna þennan leik,“ sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn í kvöld. 11. júlí 2011 22:30 Haraldur: Það vantaði herslumuninn „Ég er enginn hetja, það eru 11 menn inná vellinum í einu og við stóðum okkur allir vel í kvöld, en það vantaði herslumuninn,“ sagði Haraldur Björnsson, leikmaður Vals, eftir leikinn í kvöld. 11. júlí 2011 22:25 Jónas: Mikilvægt að ná í þetta stig „Það var gott að ná í þetta stig þar sem Stjörnumenn voru bara mjög góðir,“ sagði Jónas Þór Næs, leikmaður Vals, eftir leikinn í kvöld. 11. júlí 2011 22:36 Halldór Orri: Er ekki sáttur með eitt stig „Maður getur ekki verið sáttur með eitt stig úr þessum leik,“ sagði Halldór Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir leikinn í kvöld. 11. júlí 2011 22:46 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Leik lokið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Sjá meira
Bjarni: Djöfullegt að vinna ekki þennan leik „Við höfðum öll tök á því að vinna þennan leik,“ sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn í kvöld. 11. júlí 2011 22:30
Haraldur: Það vantaði herslumuninn „Ég er enginn hetja, það eru 11 menn inná vellinum í einu og við stóðum okkur allir vel í kvöld, en það vantaði herslumuninn,“ sagði Haraldur Björnsson, leikmaður Vals, eftir leikinn í kvöld. 11. júlí 2011 22:25
Jónas: Mikilvægt að ná í þetta stig „Það var gott að ná í þetta stig þar sem Stjörnumenn voru bara mjög góðir,“ sagði Jónas Þór Næs, leikmaður Vals, eftir leikinn í kvöld. 11. júlí 2011 22:36
Halldór Orri: Er ekki sáttur með eitt stig „Maður getur ekki verið sáttur með eitt stig úr þessum leik,“ sagði Halldór Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir leikinn í kvöld. 11. júlí 2011 22:46