Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað frá því í morgun. Ástæðan eru fréttir um að Ítalía sé hugsanlega næsta fórnarlamb skuldakreppunnar í suðurhluta Evrópu.

Verð á Brentolíunni stóð í rúmum 117 dollurum á tunnuna í morgun en var komið niður í rúma 115 dollara þegar þetta er skrifað. Verð á bandrísku léttolíunni hefur lækkað um hátt í 2% og stendur sem er í rúmum 94 dollurum á tunnuna.

Það hefur einnig áhrif til lækkunnar á olíuverðinu að nýjar tölur um vinnumarkaðinn í Bandaríkjunum sýna lítinn bata öfugt við spár sérfræðinga. Raunar gerðu bráðabirgðatölur um miðja síðustu viku ráð fyrir að ástandið færi batnandi. Þegar endanlegar tölur voru svo birtar fyrir helgina kom annað í ljós, m.a. að atvinnuleysið færi vaxandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×