Enski boltinn

Eiður Smári með tilboð frá West Ham

Hans Steinar Bjarnason skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen lék með Fulham á síðustu leiktíð.
Eiður Smári Guðjohnsen lék með Fulham á síðustu leiktíð. Nordic Photos/Getty Images
Eiður Smári Guðjohnsen hefur í höndunum tilboð frá West Ham, þetta staðfesti Arnór Guðjohnsen faðir og umboðsmaður Eiðs við íþróttadeild Stöðvar 2 í morgun. Nýliðar Swansea í ensku úrvalsdeildinni hafa einnig boðið Eiði Smára samning og segir Arnór að fleiri möguleikar séu einnig í boði en Eiður sé þessa dagana að gera upp hug sinn.

Erlendir fjölmiðlar hafa greint frá því að bandaríska atvinnumannaliðið New York Red Bulls vilji líka fá Eið Smára í sínar raðir en þar eru á mála leikmenn eins og Thierry Henry, Rafael Márquez og John Rooney, yngri bróðir Wayne Rooney.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×