Enski boltinn

Beckham mætir Manchester United

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Beckham fór í rauðu treyjuna í ágóðaleik Gary Neville á síðasta tímabili
Beckham fór í rauðu treyjuna í ágóðaleik Gary Neville á síðasta tímabili Nordic Photos/AFP
David Beckham og stjörnulið MSL-deildarinnar mæta fyrrum félögum Beckham í Manchester United í æfingaleik þann 27. júlí næstkomandi. Auk Beckham verða Landon Donovan, Thierry Henry og Kasey Keller í byrjunarliðinu.

Stuðningsmenn hafa valið þá ellefu leikmenn sem munu skipa byrjunarliðið nema Hans Becke, þjálfari New York Red Bull og stjörnuliðsins, sjái sig knúinn til þess að gera breytingar. Becke mun nú velja tíu leikmenn til viðbótar auk þess sem framkvæmdastjóri MLS-deildarinnar, Don Garber, fær að velja tvo leikmenn. Þræleðlilegt í Bandaríkjunum.

Markvörður: Kasey Keller (Seattle Sounders)

Varnarmenn: Omar Gonzalez (Los Angeles Galaxy), Sean Franklin (Los Angeles Galaxy), Rafa Márquez (New York Red Bulls), Tim Ream (New York Red Buls)

Miðjumenn: David Beckham (Los Angeles Galaxy), Jack Jewsbury (Portland Timbers), Brek Shea (FC Dallas)

Framherjar: Landon Donovan (Los Angeles Galaxy), Thierry Henry (New York Red Bulls), Chris Wondolowski (San Jose Easthquakes)

Manchester United mætti stjörnuliði MLS-deildarinnar síðastliðið sumar og hafði þá sigur 5-2 fyrir fram 70 þúsund áhorfendur í Houston.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×