Gætu flutt fólk yfir Múlakvísl á trukkum Hafsteinn Hauksson skrifar 10. júlí 2011 18:51 Verið er að skoða möguleika á að selflytja fólk yfir Múlakvísl með trukkum meðan verið er að reisa bráðabirgðabrú. Vegamálastjóri vísar því á bug að mistök hafi verið gerð við smíði brúarinnar, þó íbúar hafi talið hana of lága. Verið er að vinna að smíði bráðabirgðabrúar yfir Múlakvísl, en nú stendur yfir flutningur á tækjum og byggingarefni að svæðinu. Hafist verður handa við eiginlega brúarsmíði strax í fyrramálið, en talið er að hún taki 2-3 vikur. Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri, fullyrðir að ekki sé hægt smíða brúna hraðar, og unnið verði allan sólarhringinn þegar vinnuteymi komist af stað. Þangað til er ófært yfir kvíslina, nema menn séu jafnvel búnir og ferðamaður sem keyrði yfir í dag. „Það er að vísu verið að skoða aðra möguleika akkúrat núna," segir Hreinn. „Hvort við getum eitthvað létt undir með því að selflytja fólk, og jafnvel einhverja bíla yfir fljótið á sérútbúnum trukkum. Það hefur sjatnað það mikið að hægt var að fara yfir á jarðýtu í dag, og við þekkjum orðið aðstæður. Ef það kemur til greina á annað borð þá verður farið í það strax á næstu dögum. Það er verið að kanna þetta í dag og verður ljóst í síðasta lagi á morgun, hvort þetta myndi hjálpa til og sé raunhæft." Brúin virðist hreinlega hafa flotið af undirstöðunum í hlaupi í Múlakvísl í gær. Atvinnurekandi í Vík sagði í kvöldfréttum í gær að það hafi verið umtalað í sveitinni að brúin hafi verið of lágreist, en svipað flóð kom á sömu slóðum árið 1955. Elín Einarsdóttir, oddviti Mýrdalshrepps, hefur sömu sögu að segja. „Sumarvatn fór ansi oft hátt undir gólfið á brúnni, svo ég held að margir hafi gert sér grein fyrir því að flóð, til dæmis ámóta og kom 1955, myndi taka þessa brú," segir Elín. Það hafi meðal annars verið umtalað í sveitinni þegar brúin var byggð, en hún telur að hefði brúin verið byggð eins og mannvirkin á Skeiðarársandi hefði hún staðið hlaupið af sér, þó hún fullyrði ekki að mistök hafi verið gerð við brúarsmíðina. Vegamálastjóri útilokar að mistök hafi verið gerð , en segir hins vegar að ný brú til frambúðar verði höfð einhverjum metrum hærra yfir landinu en sú sem fór vegna aurs sem safnast hefur fyrir undir brúnni. „Ég held að hún hafi verið hönnuð rétt á sínum tíma," segir Hreinn. „Aðstæður hafa hins vegar breyst mikið frá því hún var byggð fyrir 20 árum. Mikill aur hefur safnast undir brúnni, og tiltölulega stutt orðið upp í brúargólfið. Því miður hefur það sennilega verið orsakavaldur að því að hún þoldi ekki flóðið." Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Verið er að skoða möguleika á að selflytja fólk yfir Múlakvísl með trukkum meðan verið er að reisa bráðabirgðabrú. Vegamálastjóri vísar því á bug að mistök hafi verið gerð við smíði brúarinnar, þó íbúar hafi talið hana of lága. Verið er að vinna að smíði bráðabirgðabrúar yfir Múlakvísl, en nú stendur yfir flutningur á tækjum og byggingarefni að svæðinu. Hafist verður handa við eiginlega brúarsmíði strax í fyrramálið, en talið er að hún taki 2-3 vikur. Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri, fullyrðir að ekki sé hægt smíða brúna hraðar, og unnið verði allan sólarhringinn þegar vinnuteymi komist af stað. Þangað til er ófært yfir kvíslina, nema menn séu jafnvel búnir og ferðamaður sem keyrði yfir í dag. „Það er að vísu verið að skoða aðra möguleika akkúrat núna," segir Hreinn. „Hvort við getum eitthvað létt undir með því að selflytja fólk, og jafnvel einhverja bíla yfir fljótið á sérútbúnum trukkum. Það hefur sjatnað það mikið að hægt var að fara yfir á jarðýtu í dag, og við þekkjum orðið aðstæður. Ef það kemur til greina á annað borð þá verður farið í það strax á næstu dögum. Það er verið að kanna þetta í dag og verður ljóst í síðasta lagi á morgun, hvort þetta myndi hjálpa til og sé raunhæft." Brúin virðist hreinlega hafa flotið af undirstöðunum í hlaupi í Múlakvísl í gær. Atvinnurekandi í Vík sagði í kvöldfréttum í gær að það hafi verið umtalað í sveitinni að brúin hafi verið of lágreist, en svipað flóð kom á sömu slóðum árið 1955. Elín Einarsdóttir, oddviti Mýrdalshrepps, hefur sömu sögu að segja. „Sumarvatn fór ansi oft hátt undir gólfið á brúnni, svo ég held að margir hafi gert sér grein fyrir því að flóð, til dæmis ámóta og kom 1955, myndi taka þessa brú," segir Elín. Það hafi meðal annars verið umtalað í sveitinni þegar brúin var byggð, en hún telur að hefði brúin verið byggð eins og mannvirkin á Skeiðarársandi hefði hún staðið hlaupið af sér, þó hún fullyrði ekki að mistök hafi verið gerð við brúarsmíðina. Vegamálastjóri útilokar að mistök hafi verið gerð , en segir hins vegar að ný brú til frambúðar verði höfð einhverjum metrum hærra yfir landinu en sú sem fór vegna aurs sem safnast hefur fyrir undir brúnni. „Ég held að hún hafi verið hönnuð rétt á sínum tíma," segir Hreinn. „Aðstæður hafa hins vegar breyst mikið frá því hún var byggð fyrir 20 árum. Mikill aur hefur safnast undir brúnni, og tiltölulega stutt orðið upp í brúargólfið. Því miður hefur það sennilega verið orsakavaldur að því að hún þoldi ekki flóðið."
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira