Brasilíski knattspyrnumaðurinn Ze Roberto hefur ákveðið að ljúka ferli sínum með Al Gharafa í Katar. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við félagið en hann var samningslaus.
Samningur Ze Roberto við Hamburg í Þýskalandi rann út í sumar. Það má segja að það komi Brasilíumaður í Brasilíumanns stað hjá Al Gharafa því Junhinho, sem var á mála hjá félaginu, hefur fært sig til Vasco da Gama í heimalandinu.
Ze Roberto spilaði bæði með Real Madrid og Bayern München á ferlinum. Þá var hann lykilmaður í silfurliði Bayer Leverkusen sem lenti í öðru sæti í deild, bikar og Meistaradeild Evrópu árið 2002.
Ze Roberto sem er 37 ára er einn fjölmargra knattspyrnumanna sem hafa ákveðið að ljúka ferlinum í Katar. Meðal annarra sem hafa gert það eru Stefan Effenberg, Gabriel Batistuta og De Boer bræðurnir frá Hollandi.
Enn ein stjarnan til Katar
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið



West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan
Enski boltinn


Amman fékk að hitta Steph Curry
Körfubolti

Skagamenn upp í Bónus deild karla
Körfubolti



