Enski boltinn

Given er tilbúinn að taka á sig launalækkun

Stefán Árni Pálsson skrifar
Given í leik með Man. City á síðustu leiktíð. Mynd. / AFP
Given í leik með Man. City á síðustu leiktíð. Mynd. / AFP
Shay Given, varamarkvörður Man. City, hefur gefið það út að hann sé tilbúinn að taka á sig 25.000 punda launalækkun á viku svo hann komist til Aston Villa, en Villa leitar nú óðum að markverði þar sem Brad Friedel fór frá liðinu á dögunum.

Markvörðurinn er við það að ganga til liðs við Aston Villa og mun kaupverðið vera 4 miljónir punda. Það eina sem stendur í vegi er að forráðamenn Aston Villa eru ekki reiðubúinir að greiða 80.000 pund í vikulaun fyrir markvörðinn en sú upphæð hefur Given í laun hjá Manchester City.

Shay Given mun að öllum líkindum samþykkja þriggja ára samningstilboð frá Villa í vikunni, en hann hefur ekki tekist að slá Joe Hart, aðal markvörð Man City, úr liðinu og því ekki fengið mörg tækifæri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×