Enski boltinn

Kevin Phillips skrifaði undir hjá Blackpool

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kevin Phillips er farinn til Blackpool. Mynd. / AFP
Kevin Phillips er farinn til Blackpool. Mynd. / AFP
Enska 1. deildarliðið, Blackpool, hefur fengið til sín reynsluboltann Kevin Phillips sem skrifaði undir eins árs samning við félagið.

Blackpool féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og vilja ólmir komast sem fyrst aftur í úrvalsdeildina.Í síðustu viku fór aðalstjarna Blackpool, Charlie Adams, frá félaginu til Liverpool og því þarf liðið að reyna að fylla hans skarð.

Kevin Phillips er reyndur sóknarmaður sem hefur verið atvinnumaður í knattspyrnu síðan árið 1992 en leikmaðurinn er 38 ára. Á síðustu leiktíð lék Phillips með Birmingham, en samningur hans við félagið rann út á dögunum og því fer hann á frjálsri sölu til Blackpool.

Phillips hefur einnig leikið með Aston Villa, West Bromwich Albion, Southampton, Watford og Sunderland og alls skorað 220 mörk fyrir þessi félög.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×