Enski boltinn

Abramovich ætlar að greiða 80 milljónir fyrir Tevez og Modric

Þessir tveir gætu endað sem samherjar á næsta tímabili. Mynd. / AFP
Þessir tveir gætu endað sem samherjar á næsta tímabili. Mynd. / AFP
Eigandi Chelsea, Roman Abramovich, er tilbúinn að greiða 80 miljónir punda eða 15 milljarða íslenskra króna í þá Carlos Tevez og Luka Modric, en sá fyrrnefndi er á leiðinni frá Man. City.

Luka Modric er leikmaður Tottenham Hotspurs og þar á bæ vilja menn alls ekki missa þann snjalla leikmann.

Andre Villas-Boas, nýráðinn knattspyrnustjóri Chelsea, hefur fengið það loforð frá Abramovich að það verði gert hvað sem er til að klófesta þessa tvo leikmenn.

Chelsea mun greiða uppsett verð fyrir Tevez eða 50 milljónir punda og síðan greiða 30 milljónir punda fyrir Luka Modric, en þetta kemur fram í enskum fjölmiðlum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×