Handbolti

Samningur við Ágúst í höfn - verður með stelpurnar til 2013

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ágúst Jóhannsson.
Ágúst Jóhannsson. Mynd/Daníel
Ágúst Jóhannsson hefur verið ráðinn þjálfari A-landsliðs kvenna í handbolta til ársins 2013 en Handknattleikssamband Íslands hefur á undanförnum vikum verið í samningaviðræðum við Ágúst Jóhannsson um áframhaldandi samstarf er varðar þjálfun kvennalandsliðs Íslands.

Ágúst tók tímabundið við landsliðinu í vor og kom íslenska liðinu í úrslitakeppni HM í fyrsta sinn í sögunni þegar liðið sló Úkraínu út í umspilsleikjum í júní. Íslensku stelpurnar unnu meðal annars fyrri leikinn á móti Úkraínu með 19 marka mun, 37-24.

Íslensku stelpurnar léku alls sex leiki undir stjórn Ágústs í vor, unnu þrjá, gerðu eitt jafntefli og töpuðu tvisvar naumlega fyrir silfurliði Svía frá síðasta Evrópumóti.

Það er ekki ljóst hvort Einar Jónsson verði áfram aðstoðarmaður Ágúst en HSÍ segir í frétt á heimasíðu sinni að sambandið muni ráða aðstoðarmann í samráði við Ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×