Íslenski boltinn

Pétur Georg hættur hjá Víkingum - spilar hugsanlega með BÍ/Bolungarvík

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Pétur er með þeim fljótari í boltanum.
Pétur er með þeim fljótari í boltanum.
Knattspyrnumaðurinn Pétur Georg Markan hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Víking í bili. Pétur hefur tekið við kennslustöðu við grunnskólann í Súðavík og komist að samkomulagi við knattspyrnudeild Víkings um að hann spili ekki meira fyrir Fossvogsliðið í sumar.

Pétur staðfesti þetta við Vísi fyrir stundu. Pétur hefur komið við sögu í sjö leikjum Víkings í Pepsi-deild karla í sumar og skorað eitt mark. Hann segir óvíst hvert framhaldið verði knattspyrnulega séð. Þó komi til greina að hann sprikli eitthvað með BÍ/Bolungarvík seinni hluta móts.

„Ég var reyndar fyrirliði hjá Bí á mínum yngri flokks árum. Ég spilaði hérna tvítugur yfir sumarið. En það er ekkert komið í ljós með þett,“ sagði Pétur.

Félagaskiptaglugginn lokar á sunnudaginn og því fer hver að vera síðastur að skipa um félag.

„Ég er ekkert að stressa mig á þessu. Það gæti vel verið að ég myndi kroppa eitthvað í grasið með þeim seinni hluta móts,“ sagði Pétur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×