Innlent

Velferðarráðherra óskar eftir fundi vegna dómsniðurstöðu um Sólheima

Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra.
Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra. Mynd/Stefán Karlsson
Velferðarráðherra mun óska eftir fundi með fulltrúa ríkislögmanns á þriðjudag vegna dómsniðurstöðu Héraðsdóms í máli Sólheima gegn íslenska ríkinu.

Héraðsdómur Reykjavíkur féllst í gær á kröfu Sólheima í Grímsnesi, sem þjónustar fólk með þroskahömlun, um að viðurkennt yrði að ríkið hafi vanefnt skuldbindingar sínar samkvæmt þjónustusamningi með því að skerða fjárframlag til stofnunarinnar um fjögur prósent í fjárlögum ársins 2009, eða um ellefu milljónir króna.

Íslenska ríkið var dæmt til að greiða Sólheimum tvær milljónir króna í málskostnað, en í dómnum er ekki kveðið á um hvort eða hversu háa upphæð ríkið þurfi að greiða stofnuninni til viðbótar. Þó er ljóst að Sólheimar hafa orðið af ellefu milljónum á ári vegna niðurskurðarins, eða sem nemur þrjátíu og þremur milljónum.

Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, sagðist í samtali við fréttastofu nú fyrir hádegi ætla að eiga fund með fulltrúa ríkislögmanns á þriðjudag, þar sem niðurstaða dómsins verði rædd og næstu skref ákveðin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×