Innlent

Tax Free: Stefnir í metsumar

Stjórnendur Tax Free á Íslandi segja að allt stefni í metsumar hvað varðar eyðslu erlendra ferðamanna hér á landi. Þeir segja að tölur annarra fyrirtækja um samdrátt gefi ranga mynd af stöðunni.

Valur Fannar Gíslason, framkvæmdastjóri Tax Free á Íslandi segir tölur Tax Free gefa til kynna að meðaleyðsla hvers ferðamanns á fyrstu sex mánuðum ársins hafi aukist á milli ára.

Í fréttum stöðvar 2 í gær var hins vegar rætt við formælendur Global Blue á Íslandi - sem sögðu meðaleyðslu hvers ferðamanns á fyrstu sex mánuðum ársins hafa dregist saman þrátt fyrir að heildareyðslan hefði aukist á milli ára. Þessu er Valur ekki sammála og segir tölu Tax free vera gleðitíðindi.

Tölur Tax Free gefa til kynna að heildareyðsla ferðamanna á Íslandi hafi aukist verulega frá hruni en í Valur segist búast við því að nýtt met verði slegið í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×