Enski boltinn

Aguero gerir fimm ára samning við Manchester City

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Aguero mun klæðast treyju númer 16 líkt og hann gerir í argentínska landsliðinu.
Aguero mun klæðast treyju númer 16 líkt og hann gerir í argentínska landsliðinu. Nordic Photos/AFP
Argentínumaðurinn Sergio Aguero hefur skrifað undir fimm ára samning við Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. Aguero hefur verið á mála hjá spænska félaginu Atletico Madrid á Spáni frá árinu 2006.

Aguero hefur ítrekað verið orðaður við félagaskipti til stærra félags undanfarin ár en nú er loks orðið að því. Kaupverðið hefur enn ekki fengist staðfest en óhætt að segja að Man City hafi ekki fengið hann ókeypis.

Aguero er 23 ára gamall og hefur verið úthluað treyju númer 16. Han verður í leikmannahópi Man City í Dublin Super Cup æfingamótinu um helgina en allir leikir mótsins verða í beinni útsendingu á Stöð2 Sport2 og 3 um helgina.

Aguero er tengdasonur argentínsku goðsagnarinnar Diego Maradona sem mun væntanlega fjölga komum sínum á enska knattspyrnuvelli næstu árin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×