Enski boltinn

Chelsea sendi inn kvörtun vegna áhorfenda í Malasíu

Yossi Benayoun, landsliðsmaður frá Ísrael, fékk að heyra það frá áhorfendum í leiknum og telja forsvarsmenn Chelsea að um kynþáttahatur hafi verið að ræða.
Yossi Benayoun, landsliðsmaður frá Ísrael, fékk að heyra það frá áhorfendum í leiknum og telja forsvarsmenn Chelsea að um kynþáttahatur hafi verið að ræða. AFP
Chelsea hefur sent inn formlega kvörtun til knattspyrnusambands Malasíu vegna hegðunar áhorfenda á leik liðsins gegn úrvalsliði frá Malasíu. Yossi Benayoun, landsliðsmaður frá Ísrael, fékk að heyra það frá áhorfendum í leiknum og telja forsvarsmenn Chelsea að um kynþáttahatur hafi verið að ræða.

Í hvert sinn sem Benayoun kom við boltann heyrðust hróp og köll frá áhorfendum sem vorum um 90.000. Í yfirlýsingum á heimasíðu Chelsea segir að flestir áhorfendur hafi hagað sér vel á leiknum en að það hafi ekki leynt sér að áhorfendur hafi sýnt Yossi Benayoun óvirðingu.

„Slík hegðun er ógnandi, algjörlega óviðunandi og á ekki heima í fótbolta,“ segir m.a. á heimasíðu félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×