Rúnar Kristins: Vonandi getum við strítt þeim 28. júlí 2011 12:00 Rúnar Kristinsson þjálfari KR leiðir lið sitt í 3. umferð undankeppni Evrópudeildar í kvöld. Andstæðingurinn er Dinamo Tbilisi frá Georgíu sem fyrirfram er talið töluvert sterkara liðið. „Leikirnir leggjast vel í mig. Það er virkilega gaman að taka þátt í Evrópukeppni. Strákarnir eru mjög ánægðir að spila Evrópuleiki. Það lyftir sumrinu á hærra plan. Þetta eru leikir sem menn dreymir um að spila. Vonandi fáum við góð úrslit á heimavelli og getum tekið með okkur hagstæð úrslit út." Andstæðingurinn er reynslumikill í Evrópukeppni. Tbilisi hefur komist í Evrópukeppni nær óslitið undanfarin tuttugu ár. Þá vann liðið Evrópukeppni bikarhafa vorið 1981. Rúnar segir ekki hægt að gera þá kröfu að KR komist áfram. „Ég held það sé ekki raunhæft að ætlast til þess að við förum áfram úr þessu. Þetta lið er mun hærra skrifað en við en Zilina var það reyndar líka og þeir voru mun hærra skrifaðir en Georgíumennirnir. Möguleikinn er fyrir hendi og við höfum fulla trú á að við getum veitt þeim harða keppni. Þetta er öðruvísi lið, spila allt öðruvísi fótbolta og spurning hvort það henti okkur betur eða verr á eftir að koma í ljós. Ef við náum hagstæðum úrslitum heima getum við gert góða hluti. Þeir eru gríðarlega sterkir á heimavelli með fjöldann allan af áhorfendum. Svona lið spila alltaf miklu betur á heimavelli, eru sókndjarfari og þora meira. Við þurfum virkilega góð úrslit á heimavelli til þess að eiga möguleika." Dinamo-menn biðu lægri hlut í fyrri leik sínum gegn liði frá Wales í síðustu umferð. Í síðari leiknum var þó allt annað upp á teningnum, 5-0 stórsigur Georgíumanna. Rúnar er sammála því að með tapinu í Wales séu Dinamo-menn búnir að taka út vanmat á minni andstæðingum í keppninni. „Ég hugsa það. Þetta var mjög snemmt á þeirra tímabili. Þeir eru bara að byrja. Nýr þjálfari sem hefur ekki verið lengi við stjórnvölinn. Væntanlega nýjar áherslur á leik liðsins og þeir að komast inn í það. Þeir ættu að vera búnir að stilla saman strengina núna og orðnir betri en í fyrsta leiknum. Liðið var töluvert breytt frá fyrri leiknum í Wales og síðari leiknum sem þeir unnu 5-0. Þeir eru með þrjá Spánverja, Brasilíumann og spænskan þjálfara sem starfaði í fjögur ár hjá Barcelona frá 2005-2009. Þeir vilja spila fótbolta, halda boltanum á jörðinni og vonandi getum við strítt þeim eitthvað." Leikur KR og Dinamo Tbilisi hefst á KR-velli í kvöld klukkan 19:15. Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Rúnar Kristinsson þjálfari KR leiðir lið sitt í 3. umferð undankeppni Evrópudeildar í kvöld. Andstæðingurinn er Dinamo Tbilisi frá Georgíu sem fyrirfram er talið töluvert sterkara liðið. „Leikirnir leggjast vel í mig. Það er virkilega gaman að taka þátt í Evrópukeppni. Strákarnir eru mjög ánægðir að spila Evrópuleiki. Það lyftir sumrinu á hærra plan. Þetta eru leikir sem menn dreymir um að spila. Vonandi fáum við góð úrslit á heimavelli og getum tekið með okkur hagstæð úrslit út." Andstæðingurinn er reynslumikill í Evrópukeppni. Tbilisi hefur komist í Evrópukeppni nær óslitið undanfarin tuttugu ár. Þá vann liðið Evrópukeppni bikarhafa vorið 1981. Rúnar segir ekki hægt að gera þá kröfu að KR komist áfram. „Ég held það sé ekki raunhæft að ætlast til þess að við förum áfram úr þessu. Þetta lið er mun hærra skrifað en við en Zilina var það reyndar líka og þeir voru mun hærra skrifaðir en Georgíumennirnir. Möguleikinn er fyrir hendi og við höfum fulla trú á að við getum veitt þeim harða keppni. Þetta er öðruvísi lið, spila allt öðruvísi fótbolta og spurning hvort það henti okkur betur eða verr á eftir að koma í ljós. Ef við náum hagstæðum úrslitum heima getum við gert góða hluti. Þeir eru gríðarlega sterkir á heimavelli með fjöldann allan af áhorfendum. Svona lið spila alltaf miklu betur á heimavelli, eru sókndjarfari og þora meira. Við þurfum virkilega góð úrslit á heimavelli til þess að eiga möguleika." Dinamo-menn biðu lægri hlut í fyrri leik sínum gegn liði frá Wales í síðustu umferð. Í síðari leiknum var þó allt annað upp á teningnum, 5-0 stórsigur Georgíumanna. Rúnar er sammála því að með tapinu í Wales séu Dinamo-menn búnir að taka út vanmat á minni andstæðingum í keppninni. „Ég hugsa það. Þetta var mjög snemmt á þeirra tímabili. Þeir eru bara að byrja. Nýr þjálfari sem hefur ekki verið lengi við stjórnvölinn. Væntanlega nýjar áherslur á leik liðsins og þeir að komast inn í það. Þeir ættu að vera búnir að stilla saman strengina núna og orðnir betri en í fyrsta leiknum. Liðið var töluvert breytt frá fyrri leiknum í Wales og síðari leiknum sem þeir unnu 5-0. Þeir eru með þrjá Spánverja, Brasilíumann og spænskan þjálfara sem starfaði í fjögur ár hjá Barcelona frá 2005-2009. Þeir vilja spila fótbolta, halda boltanum á jörðinni og vonandi getum við strítt þeim eitthvað." Leikur KR og Dinamo Tbilisi hefst á KR-velli í kvöld klukkan 19:15.
Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira