Innlent

Pólverji framseldur til heimalandsins

Hæstiréttur hefur staðfest ákvörðun innanríkisráðuneytisins, um að Pólverji sem hefur hlotið dóma í heimalandi sínu skuli verða framseldur þangað. Héraðsdómur hafði áður fellt ákvörðun ráðuneytisins úr gildi.

Í dómnum kemur fram pólsk yfirvöld hafi krafist framsals yfir manninum en hann hefur hlotið þrjá dóma fyrir líkamsárásir, þarf tvo fyrir meiriháttar líkamsárásir. Þá var hann einnig sakfelldur fyrir hylmingu. Fyrir brotin hefur hann verið dæmdur í refsingu sem samtals nemur fjögurra og hálfs árs fangelsi.

Fram kemur að maðurinn reisti kröfu sína um að staðfesti bæri dóm héraðsdóms, að framsalið verði fellt úr gildi, að grundvelli mannúðarástæður. Hann eigi barn með íslenskri konu og hafi tengst henni og þremur börnum hennar fyrra sambandi fjölskylduböndum. Þá hafi hann dvalið á Íslandi frá miðju ári 2006, stundað vinnu og ekki gerst brotlegur við refsilög. Loks bendir hann á, að dráttur á því að pólsk yfirvöld fylgdu kröfu um framsal eftir hafi verið slíkur að hann hafi mátt með réttu telja að fallið hefði verið frá áformum um að krefjast framsals

Hæstiréttur segir að manninum hlyti að vera ljóst að til þess kynni að koma að pólsk yfirvöld krefðust framsals hans til þess að fullnusta refsingu þá sem honum hafði verið dæmd vegna brotanna. Hefur dráttur á kröfu framsals ekki áhrif á niðurstöðu Hæstaréttar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×