Innlent

Húsaleiga rokin upp úr öllu valdi í Vestmannaeyjum

Húsaleiga í Vestmannaeyjum er rokin upp úr öllu valdi fyrir þjóðhátíðina um helgina. Fólk þarf að borga fleiri hundruð þúsunda króna fyrir íbúð eða hús yfir helgina.

Lítilsháttar af fíkniefnum fundust í fórum ungs manns, sem kom með Herjólfi til Vestmannaeyja í gærkvöldi. Talið er að þau hafi verið ætluð til einkanota. Lögrelan í Eyjum hefur fíkniefnahund til afnota og fær liðsauka ofan af landi í dag til að halda uppi velsæmi.

Nokkrir tjölduðu í Herjólfsdal í gærkvöldi en búist er við að fólk fari að streyma til Eyja í dag.

Fréttir eru um svartamarkaðsbrask með miða í Herjólf og húsaleiga í Vestmannaeyjum er rokin upp úr öllu valdi. Fréttastofunni er kunnugt um þriggja herbergja íbúð, sem boðin var til leigu á 300 þúsund krónur yfir verslunarmannahelgina, og heilt íbúðarhús var boðið á 400 þúsund krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×