Erlent

Norska lögreglan birtir nöfn hinna látnu

Mynd/Afp
Norska lögreglan birti í dag nöfn þrettán einstaklinga sem létu lífið í hryðjuverkaárásunum tveimur í Noregi síðastliðinn föstudag, en fleiri nöfn verða birt á hverju kvöldi klukkan sex á norskum tíma héðan í frá.

Tíu þeirra þrettán fórnalamba sem nafngreind voru í dag, voru undir tvítugu. Sú yngsta þeirra, Sharidyn Svebakk-Bohn, fagnaði fjórtán ára afmæli sínu tveimur dögum áður en hún hélt til Úteyjar.

Lögreglan hefur nú samtals birt nöfn 17 einstaklinga sem týndu lífinu í árásunum, en enn stendur yfir leit í Tyrifjorden, þar sem Útey stendur, að fórnalömbum sem kunna að hafa lagt til sunds til að flýja skotárásina.

Eftirfarandi eru nöfn þeirra sem staðfest hefur verið að létust í árásunum:

Sharidyn Svebakk-Bohn, 14 ára

Silje Merete Fjellbu, 17 ára

Hanne A. Balch Fjalestad, 43 ára

Bano Abobakar Rashid, 18 ára

Syvert Knudsen, 17 ára

Diderik Aamodt Olsen, 19 ára

Simon Sæbø, 18 ára

Synne Røyneland, 18 ára

Anne Lise Holter, 51 árs

Trond Berntsen, 51 árs

Birgitte Smetbak, 15 ára

Margrethe Bøyum Kløven, 16 ára

Even Flugstad Malmedal, 18 ára

Eftirfarandi nöfn voru birt í gær:

Gunnar Linaker, 23 ára

Tove Åshill Knutsen, 56 ára

Hanna M. Orvik Endresen, 61 árs

Kai Hauge, 32 ára




Fleiri fréttir

Sjá meira


×