Á fjórða þúsund manna glímir við mikla elda í Kaliforníu Kjartan Kjartansson og Telma Tómasson skrifa 29. júlí 2024 08:20 Flugvél sleppir eldtefjandi efni yfir Park-eldana við Forest Ranch í Kaliforníu í gær. AP/Nic Coury Miklir gróðureldar geisa í norðurhluta Kaliforníu í Bandaríkjunum og ná þeir nú yfir tuttugu ferkílómetra svæði. Á fjórða þúsund viðbragðsaðila glímir við eldana en upptök þeirra eru rakin til brennandi bíls sem var velt út í gil í síðustu viku. Eldarnir eru sagðir hafa farið yfir meira en 140 þúsund hektara landsvæði frá því að þeir kviknuðu á miðvikudag, eftir því sem fram kemur á vef BBC. Það er stærra en Los Angeles-stórborgarsvæðið. Á sjöunda tug bygginga hafa eyðilagst í eldinum en engan hefur sakað til þessa. Íbúum í bæjum í Butte-sýslu var sagt að vera í viðbragðsstöðu að yfirgefa heimili sín í gær, þar á meðal í bænum Paradise sem brann nær til kaldra kola í gróðureldi árið 2018. Slökkviliðsmönnum hefur gengur erfiðlega að ráða niðurlögum eldanna. Aðstæður á vettvangi hafa gert þeim erfitt fyrir, svæðið er brattlent og vindar blása. Einhver árangur náðist þó í gær þegar veðuraðstæður urðu hagfelldari með svalara og rakara lofti, að sögn AP-fréttastofunnar. Maður á fimmtugsaldri var handtekinn fyrir helgi, grunaður um að hafa valdið eldsvoðanum með því að velta brennandi bíl út í gil í nágrenni við þekkt útivistarsvæði við borgina Chico í Butte-sýslu. Maðurinn flúði vettvang. Park-eldarnir, eins og þeir hafa verið nefndir, eru umfangsmestu gróðureldarnir í Kaliforníu í ár. Hann er þó aðeins einn af fleiri en hundrað gróðureldum sem brunnu í Bandaríkjunum í gær. Viðvaranir vegna reykmengunar frá eldunum voru í gildi þar sem milljónir manna búa í norðvestanverðum Bandaríkjunum og vestanverðu Kanada í gær. Bandaríkin Gróðureldar Náttúruhamfarir Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Innlent Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Sjá meira
Eldarnir eru sagðir hafa farið yfir meira en 140 þúsund hektara landsvæði frá því að þeir kviknuðu á miðvikudag, eftir því sem fram kemur á vef BBC. Það er stærra en Los Angeles-stórborgarsvæðið. Á sjöunda tug bygginga hafa eyðilagst í eldinum en engan hefur sakað til þessa. Íbúum í bæjum í Butte-sýslu var sagt að vera í viðbragðsstöðu að yfirgefa heimili sín í gær, þar á meðal í bænum Paradise sem brann nær til kaldra kola í gróðureldi árið 2018. Slökkviliðsmönnum hefur gengur erfiðlega að ráða niðurlögum eldanna. Aðstæður á vettvangi hafa gert þeim erfitt fyrir, svæðið er brattlent og vindar blása. Einhver árangur náðist þó í gær þegar veðuraðstæður urðu hagfelldari með svalara og rakara lofti, að sögn AP-fréttastofunnar. Maður á fimmtugsaldri var handtekinn fyrir helgi, grunaður um að hafa valdið eldsvoðanum með því að velta brennandi bíl út í gil í nágrenni við þekkt útivistarsvæði við borgina Chico í Butte-sýslu. Maðurinn flúði vettvang. Park-eldarnir, eins og þeir hafa verið nefndir, eru umfangsmestu gróðureldarnir í Kaliforníu í ár. Hann er þó aðeins einn af fleiri en hundrað gróðureldum sem brunnu í Bandaríkjunum í gær. Viðvaranir vegna reykmengunar frá eldunum voru í gildi þar sem milljónir manna búa í norðvestanverðum Bandaríkjunum og vestanverðu Kanada í gær.
Bandaríkin Gróðureldar Náttúruhamfarir Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Innlent Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Sjá meira