Innlent

Ögmundur áminnir Jón Gnarr

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur áminnt Jón Gnarr borgarstjóra vegna þess að þriggja ára áætlun hefur ekki verið skilað.
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur áminnt Jón Gnarr borgarstjóra vegna þess að þriggja ára áætlun hefur ekki verið skilað.
Innanríkisráðuneytið hefur sent skrifstofu borgarstjóra Reykjavíkurborgar bréf þar sem skorað er á Reykjavíkurborg að senda þriggja ára áætlun til ráðuneytisins án tafa. Í bréfinu er hótað dagsektum og stöðvun greiðsla úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga ef áætlunin verður ekki birt.

Samkvæmt sveitastjórnarlögum á sveitarfélag að skila inn þriggja mánaða áætlun fyrir lok febrúarmánaðar. Í slíkri áætlun er fjallað um rekstur, framkvæmdir og fjármál sveitarfélagsins til þriggja ára. Reykjavíkurborg hefur ekki birt sína áætlun og svarar borgin því til að tafirnar séu vegna flutninga á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga.

Þá greindi Vísir frá því í morgun að Kauphöll Íslands hefði áminnt og sektað Reykjavíkurborg og fjögur önnur sveitarfélög fyrir að skila ekki ársreikningum sínum til Kauphallarinnar á réttum tíma. Sveitarfélögin eru, auk Reykjavikurborgar, Sandgerðisbær, Vestmannaeyjabær, Norðurþing og Langanesbyggð.

Samkvæmt sveitastjórnarlögum á að skila inn ársreikningum fyrir lok aprílmánaðar. Fjögur fyrrgreindra sveitarfélaga skiluðu ársreikningunum inn um miðjan maí, en Vestmannaeyjabær skilaði þeim inn seinni hlutann í júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×