Innlent

Boðað til samverustundar í Norræna húsinu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Norræna húsið, Norræna félagið og félag Norðmanna á Íslandi bjóða til samverustundar í Norræna húsinu klukkan fimm í dag vegna þess harmleiks sem reið yfir í Noregi síðastliðin föstudag. Markmið samkomunnar er að skapa vettvang fyrir fólk til koma saman, eiga hlýja stund og votta ættingjum og vinum þolenda árasanna samúð.

Max Dager forstjóri Norræna hússins og sendiherra Noregs á Íslandi Dag Wernø Holter munu segja nokkur orð, Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson spila 2 - 3 lög og Jón Dalbú Hróðbjartsson prestur mun ávarpa samkomuna.

Í tilkynningu frá Norræna húsinu kemur fram að minningarbækur (norska sendiráðsins) vegna þessa hroðalega atburðar verða til áritunar í Norræna húsinu á meðan á samverustundinni stendur. Þessar bækur eru sendar út til Noregs í næstu viku og undirskriftum safnað saman frá öllum heimshornum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×