Steve Williams allt annað en sáttur við Tiger Woods Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 27. júlí 2011 11:00 Steve Williams og Tiger Woods náðu vel saman á þeim 12 árum sem Williams var aðstoðarmaður bandaríska kylfingsins. AFP Steve Williams, sem nýverið var sagt upp störfum sem kylfuberi hjá Tiger Woods, segir að virðing hans á bandaríska kylfingnum hafi ekki verið upp á marga fiska eftir að upp komst um framhjáhald Woods í lok árins 2009. Willams var kylfuberi eða aðstoðarmaður Woods í alls 12 ár og á þeim tíma vann Woods 13 stórmót en alls hefur Woods unnið 14 stórmót. „Ég held að allir skilji að ég var í erfiðri stöðu. Ég sagði við Woods fyrir Mastersmótið á Augusta á þessu ári að þyrfti að vinna til baka traust mitt og virðingu,“ sagði Williams en hann hefur verið tekjuhæsti „íþróttamaður“ Nýja-Sjálands undanfarin ár og þénað vel á samstarfi sínu við Woods. Hinn 47 ára gamli Williams var í viðtali við sjónvarpsstöð í heimalandinu og þar kom m.a. fram að það hafi verið erfið ákvörðun að halda tryggð við Woods eftir að upp komst um framhjáhald kylfingsins. „Ég valdi það að styðja við bakið á Woods , og þetta var erfiður tími fyrir mig og fjölskylduna. Ég lá undir grun um að hafa hylmt yfir með Woods í þessu öllu saman og mér fannst að nafn mitt hefði átt að vera hreinsað af öllum slíkum ásökunum frá upphafi. Það var ekki gert og staðan er því mun erfiðari fyrir vikið. Það má segja að ég hafi fórnað tveimur árum af mínu lífi,“ sagði Williams og er hann allt annað en ánægður með fyrrum vinnuveitenda. Williams verður hinsvegar ekki lengi atvinnulaus en han nhefur unnið fyrir Ástralann Adam Scott að undanförnu - en eflaust eru fleiri stór nöfn í golfheiminum sem hafa áhuga á að fá hann til starfa. Golf Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn „Ég tek þetta bara á mig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Steve Williams, sem nýverið var sagt upp störfum sem kylfuberi hjá Tiger Woods, segir að virðing hans á bandaríska kylfingnum hafi ekki verið upp á marga fiska eftir að upp komst um framhjáhald Woods í lok árins 2009. Willams var kylfuberi eða aðstoðarmaður Woods í alls 12 ár og á þeim tíma vann Woods 13 stórmót en alls hefur Woods unnið 14 stórmót. „Ég held að allir skilji að ég var í erfiðri stöðu. Ég sagði við Woods fyrir Mastersmótið á Augusta á þessu ári að þyrfti að vinna til baka traust mitt og virðingu,“ sagði Williams en hann hefur verið tekjuhæsti „íþróttamaður“ Nýja-Sjálands undanfarin ár og þénað vel á samstarfi sínu við Woods. Hinn 47 ára gamli Williams var í viðtali við sjónvarpsstöð í heimalandinu og þar kom m.a. fram að það hafi verið erfið ákvörðun að halda tryggð við Woods eftir að upp komst um framhjáhald kylfingsins. „Ég valdi það að styðja við bakið á Woods , og þetta var erfiður tími fyrir mig og fjölskylduna. Ég lá undir grun um að hafa hylmt yfir með Woods í þessu öllu saman og mér fannst að nafn mitt hefði átt að vera hreinsað af öllum slíkum ásökunum frá upphafi. Það var ekki gert og staðan er því mun erfiðari fyrir vikið. Það má segja að ég hafi fórnað tveimur árum af mínu lífi,“ sagði Williams og er hann allt annað en ánægður með fyrrum vinnuveitenda. Williams verður hinsvegar ekki lengi atvinnulaus en han nhefur unnið fyrir Ástralann Adam Scott að undanförnu - en eflaust eru fleiri stór nöfn í golfheiminum sem hafa áhuga á að fá hann til starfa.
Golf Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn „Ég tek þetta bara á mig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira