Viðskipti erlent

Álverðið heldur áfram að hækka

Ekkert lát er á hækkunum á heimsmarkaðsverði á áli þessa dagana. Álverðið er komið í 2.638 dollara á tonnið á málmmarkaðinum í London og hefur hækkað um tæplega 140 dollara frá því í síðustu viku.

Hækkanirnar hafa verið mestar í þessari viku því á liðnum mánuði hefur verðið verið að rokka í kringum 2.500 dollara og endaði fyrir helgina í þeirri upphæð. 

Ástæðan fyrir þessum hækkunum er að fjárfestar eru byrjaðir að flytja fé sitt í hrávörur á síðustu dögum vegna deilna um skuldþak Bandaríkjanna. Þá spilar mikil veiking á dollaranum undanfarið inn í dæmið eins og hjá annari hrávöru sem verðlögð er í dollurum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×